8.12.06

Niðurstöður aðalfundar FÍÚ 6. desember 2006

Aðalfundur Félags íslenskra útfararstjóra sem haldinn var 06.12.2006

Kosning stjórnar fór þannig:
Formaður til eins árs: Rúnar Geirmundsson
Varaformaður til eins árs: Inger Steinson
Meðstjórnandi til tveggja ára: Þórbergur Þórðarson
Áfram sem meðstjórnendur, kosnir í fyrra til tveggja ára
Ísleifur Jónsson og Sverrir Einarsson

Á fundinum óskaði Davíð Ósvaldsson eftir inngöngu í félagið og var það samþykkt.

Undir önnur mál var tekið fyrir bréf frá Geir Jóni Þórissyni yfirlögregluþjóni um auðkenni á bíla í líkfylgd (fána í glugga).

Formanni falið að kanna málið varðandi kostnað og framkvæmd þess og ræða við yfirlögregluþjón um það.

Annað ekki tekið fyrir.

6.12.06

Ræða formans FÍÚ á aðalfundi þann 06.12.2006

Ágætu félagsmenn

Nú er lokið fyrsta ári nýstofnaðs félags íslenskra útfararstjóra. Ástæða þess að félagið var stofnað var sú að lengi höfum við sem störfum í þessu geira talað um þörf þess að hafa með okkur samráðsvettfang um málefni útfararþjónustu. Það kom berlega í ljós á siðasta ári hversu brýn þessi þörf var . Okkur hafði verið leigið á hálsi að vera óábyrgir einstaklingar sem ekkert eftirlit var með.

Hinir og þessir reyndu að hafa áhrif í ræðu og riti á það að settar yrðu strangar reglum um útfararþjónustu og umsvifalaust missir leyfis frá ráðuneyti ef ekki yrði farið nákvæmlega eftir þeim. Var svo komið að sett var saman nefnd að hálfu dóms og kirkjumálaráðuneyti af prestum með forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur í fararbroddi til að setja upp nýjar reglur um veitingu útfararleyfa og siðareglur á starfandi útfararstjóra.
Við útfararstjórar urðum fyrri til stofnuðum þetta félag og settum okkur sjálfir siðareglur sem eru mjög góðar og ná langt út fyrir þær reglur sem settar eru útfararstjórum á hinum norðurlöndum og Evrópu.
Félagi hefur svo sannanlega fest sig í sessi og fengið þá viðurkenningu að vera vetfangur útfararstjóra bæði hjá kirkjumálaráðuneyti og prestastétt landsins.

Stjórn FÍÚ hefur komið saman og gert athugasemdir til ráðuneytisins varðandi þau málefni sem beinast að útfarastjórum. Viðtökur á athugasemdum FÍÚ hafa verið mjög góðar og teknar til greina af ráðherra varðandi setningu reglugerðar um útfaramál. Það er von okkar að svo verði áfram. Stjórnin hefur haldið fundi til skiptist á skrifstofum félagsmanna Hjá Sverri hjá Inger og hjá Rúnar eftir þörfum.
Málefni líðandi stundar rædd og ályktanir gerða og sendar til félagsmanna og til ráðuneytis.
Ályktanir stjórna liggja frammi á þessum fundi.
Þar sem nú félagið hefur slitið barnskónum þetta fyrsta ár sitt með góðum árangri og til heilla fyrir félagsmenn og alla þá er að störfum útfararþjónustu koma sé ég framtýð þess bjarta og okkar allra.

Ég hef áhuga á að starfa áfram sem formaður þess og bíð fram krafta mína enda er það í samræmi við lög félagsins þar sem segir að kjósa beri formann til einsárs í senn og formaður megi einungis gegna því embætti tvö ár í röð. Að lokum vil ég þakka stjórnarmönnum samvinnuna og ykkur öllum þolinmæðina við að hlusta á þessa ræðu.
Rúnar Geirmundsson
Formaður

4.12.06

Aðalfundur FÍÚ

Stjórn Félags íslenskra útfararstjóra.

Minnum félagsmenn á aðalfundinn sem verður haldinn í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Reykjavík miðvikudaginn 06.12. kl 17:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin.

22.8.06

Ályktun stjórnar FÍÚ

Tekin fyrir erindi til félagsins um að stjórn félagsins hlutist til um það að kannað verði hvort annað fyrirtæki eða einstaklingur sé að fá leyfi til reksturs útfaraþjónustu án þess að uppfylla skilyrði ráðuneytis um boðlegan búnað til rekstursins.

Stjórnin ályktar!
Stjórn FIU leggur áherslu á það við kirkjumálaráðuneytið að þeir sem sækja um leyfi til reksturs útfararþjónustu eða endurnýja gamalt sýni fram á að þeir uppfylli nú þegar öll skilyrði 3. til 11. gr. reglugerðar um útfararþjónustu eða leggi fram gögn sem sýna fram hvernig þeir muni gera það.

---

Tekin fyrir og rædd umkvörtun útfararstjóra innan félagsins vegna meintra brota á 4. grein Reglugerðar um útfararþjónustu en þar segir:

Reglugerðar um útfararþjónustu 426/2006.
4. gr.
Þess skal gætt við útfararþjónustu að starfið sé innt af hendi af alúð og með háttvísi þar sem tillit skal tekið til trúar, siðferðiskenndar, óska og siðvenja hins látna og aðstandenda. Þá skal starfsemin samræmast góðum viðskiptaháttum. Skulu auglýsingar um starfsemina vera látlausar þar sem viðskiptavinum sé gerð grein fyrir mismunandi þjónustu sem í boði er. Útfararþjónustu er skylt að leggja ávallt fram bindandi kostnaðaráætlun um alla þætti þjónustunnar. Óheimilt er útfararþjónustu að hafa samband við aðstandendur að fyrra bragði til að auglýsa eða markaðsetja þjónustu.
(Heimild: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið)


Stjórnarmenn telja að þessi grein sé ekki virt af þeim aðilum sem sjái um vaktir fyrir spítala og lögreglu.

Sú aðferð að skilja einungis eftir bækling frá einu fyritæki hjá aðstandendum er skýlaust brot á 4. gr. Þessi grein er tilkomin inn í reglugerðina fyrir tilstuðlan forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur sem er eigandi Útfararstofu Kirkjugarðanna. Því ættu þeirra starfsmenn að okkar mati að ganga undan með góðu fordæmi og afhendaaðstandendum andláts upplýsingabækling þann sem gefin er út af Landspítala. Það gera allir sjúkrahúsprestar við andlát. Þar fá þeir rétta vitneskju um þá þjónustu sem í boði er.

Þannig sitji allir við sama borð á hlutlausan hátt.
Formanni falið að hafa samband við sjúkrahúsprest Gunnar Rúnar Matthíasson og yfirmann rannsóknarlögreglu Sigurbjörn Víði auk annara er að þessum málum koma.

Samþykkt samhljóða!

Fyrir hönd stjórnar,
Rúnar Geirmundsson,
formaður

29.8.05

Umfjöllun Stöðvar 2

Stöð 2 29. ágúst 21:14

Óþarfi sé að fjarlægja aukahlutiSamkvæmt nýrri reglugerð er útfarastjórum gert að finna alla aukahluti sem græddir hafa verið í hinn látna áður en hann er grafinn eða brenndur. Landlæknir hefur óskað eftir breytingum á reglugerðinni. Útfarastjórar hafi ekki menntun til slíkra aðgerða og óþarfi sé í raun að fjarlægja alla aukahluti.
Björn Bjarnason skrifaði undir nýja reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu í byrjun júlímánaðar þar sem fram kemur í 7. grein: „Þá ber þeim er annast útfararþjónustu einnig að tryggja að öll efni, s.s. plast eða aðrir hlutir, séu fjarlægðir úr hinum látna eða kistunni til að koma í veg fyrir sprengihættu við líkbrennslu og mengun við líkbrennslu eða greftrun.“
Með þessari grein er útfarastjórum skylt að leita eftir ýmsum aukahlutum, s.s. mjaðmaliðum, gangráði og öðru. Landlæknir hefur gert athugasemd við þessa grein sem og Félag íslenskra útfarastjóra. Rúnar Geirmundsson, formaður félagsins, segir í raun engin rök með því að útfararstjórar geri þetta. Þeir hafi enga læknisfræðilega kunnáttu til þess og heldur ekki aðstöðu.
Rúnar segir það í raun eiga að vera á ábyrgð þess læknis sem gefur út dánarvottorð að hafa eftirlit með ígræðslum í látnum einstaklingum enda komi fram á dánarvottorðinu að hinn látni sé tilbúinn til greftrunar eða brennslu og ekki þurfi að fjarlægja neitt úr honum. Rúnar segir enn fremur að það sé útilokað fyrir útafarastjóra að vita hvort hinn látni sé með eitthvað innvortis.
Í tillögu landlæknis að breyttu orðalagi 7. greinarinnar kemur fram að „gangráð, gervilimi og önnur efni, búnað eða hjálpartæki í hinum látna þurfi ekki að fjarlægja en ef um eitthvað óvenjulegt er að ræða beri útfarastofunni að hafa samráð við lækni.“
Svo á eftir að koma í ljós hvort tekið verði tillit til tillögunnar.

(Heimild Vísir.is - http://www.visir.is/otharfi-se-ad-fjarlaegja-aukahluti/article/2005508290390)

25.8.05

Félagatal 25.08. 2005

Félagar

Aukaaðild

24.8.05

Stuðningur við breytingatillögu 7 gr. Landslæknis.

Á framhaldsaðalfundi Félags íslenskra útfararstjóra sem haldinn var miðvikudagkvöldið 24.08.2005 voru kynntar breytingartillögur Landlæknis við við 7. gr. reglugerðar ráðuneytisins um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu (sjá hér að neðan).

Fundarmenn voru sammála orðalagi Landlæknis og almennt ánægir með innihald hennar.
Fundurinn samþykki að styðja tillöguna og óskar eftir því við Landlækni að hann sendi hana til ráðuneytis dóms og kirkjumála með fullum stuðningi Félags íslenskra útfararstjóra.

Svo samþykkt á fundinum!

Rúnar Geirmundsson,
formaður FÍÚ.



Frá Landlækni

Tillaga að breyttu orðalagi á 7.gr.

Útfararstofa sem annast undirbúning og frágang hins látna í líkkistu fyrir líkbrennslu skal ganga úr skugga um að ekki séu lagðir í kistuna aðskotahlutir sem valdið geta sprengjuhættu eða mengun við líkbrennslu og síðari greftrun hinna jarðnesku leifa.
Leiki vafi á í þessum efnum skal málið til lykta leitt í samráði við hluteigandi bálstofu.

Gangráð, gervilimi og önnur efni, búnað eða hjálpartæki í hinum látna þarf ekki að fjarlægja. Ef um óvenjuleg efni, búnað eða tæki er að ræða, ber útfararstofu að hafa samráð við lækni, er hlutast til um að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar, sé sérstök hætta talin vera á ferðum.