28.7.05

Ályktun stofnfundar Félags íslenskra útfararstjóra þann 28. júlí 2005

Stofnfundur Félags Íslenskra útfararstjóra haldinn 28.júlí 2005

Ályktun

Fundurinn fagnar því að dómsmálaráðherra setji saman nefnd til að endurskoða reglugerð um útfararþjónustu.
Hins vegar lýsir yfir furðu sinni hverjir eru valdir í nefndina. 3 guðfræðingar.? Fundarmenn telja það fráleitt að formaður nefndarinnar skuli vera valin forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sem ekki hefur haft það traust sem þurft hefur meðal
þeirra útfararstjóra sem sjá um útfarir á stór Reykjavíkursvæðinu. Því skorar fundurinn á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína og skipi í hana hæfa menn eins og frá starfandi útfararstjórum, ráðuneyti, óháðum söfnuði og
kannski einum guðfræðing.

Samþykkt samhljóða á fundinum

---------------------------------------------------------------------------------

Stofnfundur Félags Íslenskra úrfararstjóra haldinn 28.júlí 2005

Ályktun

Fundurinn fagnar ný útkominni reglugerð um kistur, greftrun og líkbrennslu. Fundurinn lýsir hinsvegar furðu sinni á 7.gr. þessarar reglugerðar og skorar á ráðherra að fella hana burt. Það er ófært að leggja það á ábyrgð útfararstjóra að hafa eftirlit með ígræðslum í látnum einstaklingum og sjá til þess að slíkir hlutir séu fjarðlægðir eftir andlát. Slíkt hlýtur að vera á ábyrgð þess læknis sem gefur út dánarvottorð enda í hans verkahring að sjá svo um að hinn látni sé tilbúinn til greftrunar eða brennslu. Telur fundurinn að við gerð þessarar greinar hafi verið um handvömm að ræða. Því beri að fella hana burt.

Samþykkt samhljóða á fundinum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home