29.7.05

Frétt RÚV um stofnun Félags íslenskra útfararstjóra

Fréttin var fyrst birt: 29.07.2005 12:20
Síðast uppfærð: 29.07.2005 12:10
Félag útfararstjóra stofnað í gær
Félag íslenskra útfararstjóra var stofnað í gærkvöld. Tilefnið er meðal annars óánægja útfararstjóra með reglugerð frá dómsmálaráðuneytinu, sem taka á gildi 1. október. Samkvæmt henni þurfa útfararstjórar til dæmis að sjá til þess að allir plasthlutir séu fjarlægðir úr hinum látna fyrir brennslu.Útfararstjórar segja það ekki á sínu verksviði og aðstoðarlandlæknir sagði í fréttum í vikunni að slíkt væri heldur ekki á færi lækna. Rúnar Geirmundsson var kosinn formaður félagsins á fundinum í gær en 10 útfararstjórar sóttu fundinn. Þá voru á fundinum samþykkt lög félagsins og siðareglur þess.


(Upprunaleg heimild: http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=109065&e342DataStoreID=2213589, en fréttin er dottin út úr safni RÚV en það má finna afrita af henni hér: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051102212841/http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=109065&e342DataStoreID=2213589 )

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home