22.8.05

Tillalaga Landlæknis að breyttu orðalagi 7.gr reglugerðar um kistur duftker greftrun og líkbrennslu

Frá Landlækni
Tillaga að breyttu orðalagi á 7.gr.

Útfararstofa sem annast undirbúning og frágang hins látna í líkkistu fyrir líkbrennslu skal ganga úr skugga um að ekki séu lagðir í kistuna aðskotahlutir sem valdið geta sprengjuhættu eða mengun við líkbrennslu og síðari greftrun hinna jarðnesku leifa.
Leiki vafi á í þessum efnum skal málið til lykta leitt í samráði við hluteigandi bálstofu.

Gangráð, gervilimi og önnur efni, búnað eða hjálpartæki í hinum látna þarf ekki að fjarlægja. Ef um óvenjuleg efni, búnað eða tæki er að ræða, ber útfararstofu að hafa samráð við lækni, er hlutast til um að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar, sé sérstök hætta talin vera á ferðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home