22.8.06

Ályktun stjórnar FÍÚ

Tekin fyrir erindi til félagsins um að stjórn félagsins hlutist til um það að kannað verði hvort annað fyrirtæki eða einstaklingur sé að fá leyfi til reksturs útfaraþjónustu án þess að uppfylla skilyrði ráðuneytis um boðlegan búnað til rekstursins.

Stjórnin ályktar!
Stjórn FIU leggur áherslu á það við kirkjumálaráðuneytið að þeir sem sækja um leyfi til reksturs útfararþjónustu eða endurnýja gamalt sýni fram á að þeir uppfylli nú þegar öll skilyrði 3. til 11. gr. reglugerðar um útfararþjónustu eða leggi fram gögn sem sýna fram hvernig þeir muni gera það.

---

Tekin fyrir og rædd umkvörtun útfararstjóra innan félagsins vegna meintra brota á 4. grein Reglugerðar um útfararþjónustu en þar segir:

Reglugerðar um útfararþjónustu 426/2006.
4. gr.
Þess skal gætt við útfararþjónustu að starfið sé innt af hendi af alúð og með háttvísi þar sem tillit skal tekið til trúar, siðferðiskenndar, óska og siðvenja hins látna og aðstandenda. Þá skal starfsemin samræmast góðum viðskiptaháttum. Skulu auglýsingar um starfsemina vera látlausar þar sem viðskiptavinum sé gerð grein fyrir mismunandi þjónustu sem í boði er. Útfararþjónustu er skylt að leggja ávallt fram bindandi kostnaðaráætlun um alla þætti þjónustunnar. Óheimilt er útfararþjónustu að hafa samband við aðstandendur að fyrra bragði til að auglýsa eða markaðsetja þjónustu.
(Heimild: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið)


Stjórnarmenn telja að þessi grein sé ekki virt af þeim aðilum sem sjái um vaktir fyrir spítala og lögreglu.

Sú aðferð að skilja einungis eftir bækling frá einu fyritæki hjá aðstandendum er skýlaust brot á 4. gr. Þessi grein er tilkomin inn í reglugerðina fyrir tilstuðlan forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur sem er eigandi Útfararstofu Kirkjugarðanna. Því ættu þeirra starfsmenn að okkar mati að ganga undan með góðu fordæmi og afhendaaðstandendum andláts upplýsingabækling þann sem gefin er út af Landspítala. Það gera allir sjúkrahúsprestar við andlát. Þar fá þeir rétta vitneskju um þá þjónustu sem í boði er.

Þannig sitji allir við sama borð á hlutlausan hátt.
Formanni falið að hafa samband við sjúkrahúsprest Gunnar Rúnar Matthíasson og yfirmann rannsóknarlögreglu Sigurbjörn Víði auk annara er að þessum málum koma.

Samþykkt samhljóða!

Fyrir hönd stjórnar,
Rúnar Geirmundsson,
formaður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home