6.12.06

Ræða formans FÍÚ á aðalfundi þann 06.12.2006

Ágætu félagsmenn

Nú er lokið fyrsta ári nýstofnaðs félags íslenskra útfararstjóra. Ástæða þess að félagið var stofnað var sú að lengi höfum við sem störfum í þessu geira talað um þörf þess að hafa með okkur samráðsvettfang um málefni útfararþjónustu. Það kom berlega í ljós á siðasta ári hversu brýn þessi þörf var . Okkur hafði verið leigið á hálsi að vera óábyrgir einstaklingar sem ekkert eftirlit var með.

Hinir og þessir reyndu að hafa áhrif í ræðu og riti á það að settar yrðu strangar reglum um útfararþjónustu og umsvifalaust missir leyfis frá ráðuneyti ef ekki yrði farið nákvæmlega eftir þeim. Var svo komið að sett var saman nefnd að hálfu dóms og kirkjumálaráðuneyti af prestum með forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur í fararbroddi til að setja upp nýjar reglur um veitingu útfararleyfa og siðareglur á starfandi útfararstjóra.
Við útfararstjórar urðum fyrri til stofnuðum þetta félag og settum okkur sjálfir siðareglur sem eru mjög góðar og ná langt út fyrir þær reglur sem settar eru útfararstjórum á hinum norðurlöndum og Evrópu.
Félagi hefur svo sannanlega fest sig í sessi og fengið þá viðurkenningu að vera vetfangur útfararstjóra bæði hjá kirkjumálaráðuneyti og prestastétt landsins.

Stjórn FÍÚ hefur komið saman og gert athugasemdir til ráðuneytisins varðandi þau málefni sem beinast að útfarastjórum. Viðtökur á athugasemdum FÍÚ hafa verið mjög góðar og teknar til greina af ráðherra varðandi setningu reglugerðar um útfaramál. Það er von okkar að svo verði áfram. Stjórnin hefur haldið fundi til skiptist á skrifstofum félagsmanna Hjá Sverri hjá Inger og hjá Rúnar eftir þörfum.
Málefni líðandi stundar rædd og ályktanir gerða og sendar til félagsmanna og til ráðuneytis.
Ályktanir stjórna liggja frammi á þessum fundi.
Þar sem nú félagið hefur slitið barnskónum þetta fyrsta ár sitt með góðum árangri og til heilla fyrir félagsmenn og alla þá er að störfum útfararþjónustu koma sé ég framtýð þess bjarta og okkar allra.

Ég hef áhuga á að starfa áfram sem formaður þess og bíð fram krafta mína enda er það í samræmi við lög félagsins þar sem segir að kjósa beri formann til einsárs í senn og formaður megi einungis gegna því embætti tvö ár í röð. Að lokum vil ég þakka stjórnarmönnum samvinnuna og ykkur öllum þolinmæðina við að hlusta á þessa ræðu.
Rúnar Geirmundsson
Formaður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home